4.5 C
Selfoss

Lærum allt lífið

Vinsælast

Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt, en þurfum ekki endilega að fara í sérstakt nám til þess. Börnin okkar eru að kenna okkur nýja hluti, einnig vinnufélagar, vinir og fólkið í nærumhverfi okkar. Við hjá Fræðslunetinu, símenntun á Suðurlandi, erum þátttakendur í þessu lærdómsferli og bjóðum upp á nám fyrir fólk sem vill mennta sig.

Eitt af því sem við bjóðum uppá er nám fyrir fullorðið fatlað fólk, en þar er bæði um bókleg og verkleg námskeið að ræða. Á námskeiðunum er lögð áhersla á að ýta undir sjálfstæð vinnubrögð, sköpunargleði, virkja ímyndunarafl og tengja efni þeirra við áhugasviði þátttakenda. Námskeiðin sem eru hvað vinsælust eru matreiðsla, myndlist, textíll, ipad og tjáning en einnig eru námskeið eins og íslensk eldfjöll og yoga að koma sterk inn.

Má segja að þessi hópur sé með þeim duglegri að sækja sér endurmenntun enda hafa margir einstaklingar stundað nám hjá Fræðslunetinu í fjölda mörg ár. Helga Alfreðsdóttir, sem sjá má á myndinni, er ein þeirra og gaman frá því að segja að Helga varð áttræð í fyrra. Hún ásamt öðrum heldur ótrauð áfram að koma á námskeið en við bjóðum allt fullorðið fólk velkomið til okkar. Í nóvember verður opnað fyrir umsóknir, í námskeið fyrir fatlað fólk, fyrir vorönn 2023. Úrval námskeiða sem eru í boði má sjá á heimasíðu Fræðslunetsins (fraedslunet.is) en þar verður einnig hægt að sækja um að komast á námskeiðin.

Nýjar fréttir