-9.7 C
Selfoss

Styrktar pub quiz fyrir Ísak Eldjárn

Vinsælast

Ísak Eldjárn Tómasson er ungur Selfyssingur sem háir baráttu við krabbamein.
Krabbameinsmeðferðin gengur vel en Ísak og fjölskylda hans hafa mátt þola mikið vinnutap, álag og allskyns útgjöld síðustu mánuði.
Til að styrkja Ísak í baráttunni hefur verið brugðið á það ráð að halda Hjöbbquiz næsta fimmtudagskvöld klukkan 20:00 á Sviðinu, nýja tónleikastaðnum við Brúartorg á Selfossi sem dr. football, Hjörvar Hafliðason ætlar að stýra.
Fólk er hvatt til að fjölmenna á Hjöbbquiz og styðja við bakið á Ísak, en allur ágóði mun renna óskiptur til hans.

Nýjar fréttir