-0.5 C
Selfoss

„Með því skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“

Síðan nýr miðbær opnaði á Selfossi síðasta sumar, hafa eflaust margir sunnlendingar orðið varir við hópa fólks á gangi um bæinn, ásamt leiðsögumanni. Þetta kom til vegna þess að fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök voru ólm í að fræðast um þetta verkefni, byggingu miðbæjarins og þau þrettán hús sem þegar hafa risið og yfir tuttugu sem koma til með að rísa þar, sem eiga það öll sameiginlegt að eiga merkilega sögu.

Þeir Valdimar Bragason, leiðsögumaður og fyrrum prentari og Magnús J Magnússon, fyrrum skólastjóri BES, hafa tekið að sér leiðsögn um þessar merku slóðir, fyrir hönd Sigtúns þróunarfélags sem stendur fyrir byggingu miðbæjarins, enda báðir vel að sér í sögu húsanna og að sjálfsögðu sögu Selfoss. Hafi lesendur áhuga á leiðsögðum ferðum um bæinn er hægt að hafa samband við þau hjá Skyrlandi, sem staðsett er í gamla Mjólkurbúinu og bóka ferðir.

Við rákumst á Valdimar þar sem hann gekk um bæinn ásamt hópi fróðleiksþyrstra íslendinga og sagði þeim frá. „Þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur, fólk er svo áhugasamt og heillað af þessari hugsjón og framkvæmd. Við getum öll verið stolt af þessum glæsilega miðbæ sem vekur aðdáun allra sem í hann koma. Sumir segja jafnvel „þegar þið eruð búin með þennan, getið þið gert einn fyrir okkur?“,“ segir Valdimar og hlær.

Fleiri myndbönd