3.9 C
Selfoss

250 börn og unglingar leika á tónleikum á Selfossi

Þessa helgi, 7. – 9. Október verður haldið Strengjamót á Selfossi þar sem strokhljóðfæranemendur af öllu landinu taka þátt.  Fiðlur, víólur, celló og kontrabassi.  Allt að 250 börn og unglingar frá aldrinum 7 – 17 ára skipa fjórar stórar hljómsveitir eftir því hvar þau eru stödd í náminu; gula sveit er fyrir byrjendur, svo rauða og græna, en bláa sveitin er fyrir þau lengst komna í tónlistarnáminu. Stjórnendur sveitanna eru Örnólfur Kristjánsson, Kristján Matthíasson, María Weiss og Guðmundur Óli Gunnarsson.

„Það er sérstaklega ánægjulegt að það hafi tekist að halda mótið í 3. tilhlaupi því að það stóð til að hafa strengjamótið á Selfossi  haustið 2020, en Covid 19 heimsfaraldur frestaði því um tvö ár. Þessi strengjamót eru haldin til skiptis í sveitarfélögum landsins annað hvert ár og var síðast haldið á Akureyri haustið 2018,“ segir Guðmundur Pálsson, tónlistarkennari og skipuleggjandi mótsins.

Tónleikarnir verða sunnudaginn 9. október í Íþróttahúsi Vallaskóla kl 13:00.

Fleiri myndbönd