-6 C
Selfoss

Menningarmánuðurinn október í þrettánda sinn

Kjartan Björnsson, formaður frístunda- og menningarnefndar Árborgar.

Frístunda og menningarnefnd stendur fyrir Menningarmánuðinum Október í þrettánda sinn nú í október en þessi menningarveisla hófst í október árið 2010. Menningarveislan hófst nú um mánaðarmótin og stendur út mánuðinn með fjölbreyttum viðburðum eins og tónleikum, sýningum, sögukvöldum, menningargöngum, listasmiðjum og ýmsu fleiru.

Ein nýjung af mörgum í menningarmánuði eru Sögukvöld sem við höldum fjórum sinnum í mánuðinum, tengt öllum kjörnum sveitarfélagsins. Viðburðirnir eru margir og nánast eitthvað um að vera á hverjum degi en dagskráin er nánar kynnt inni á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar og víðar. Ég vil þakka Margréti Blöndal og Ólafi Rafnari Ólafssyni sem starfa á menningarsviði Sveitarfélagsins fyrir frábæran undirbúning og öllum þeim er að framkvæmd og skipulagningu koma.  Við í Frístunda og menningarnefnd hvetjum íbúa og gesti til þátttöku í sem flestum viðburðum.

Kjartan Björnsson,
formaður frístunda- og menningarnefndar Árborgar

Fleiri myndbönd