-1.1 C
Selfoss

Yrði það ekki dásamlegt…

Rithöfundurinn Anna Lísa Björnsdóttir ólst upp á Suðurnesjum, býr á Selfossi en á rætur sínar að rekja til Skaftafells. Anna Lísa ætlar að kynna nýútgefna skáldsögu sína, Yrði það ekki dásamlegt…, í Bókasafni Árnesinga á Selfossi klukkan 11:00 þann 1. október næstkomandi.

Yrði það ekki dásamlegt… er fyrsta skáldsaga Yager meðferðarkennarans Önnu Lísu Björnsdóttur. Við útfáfu bókarinnar rætist gamall draumur vinar hennar og læriföður, dr. Edwins K. Yager heitins um sögu sem fjallaði á einstakan hátt um vitundina og bæri titilinn Wouldn´t it be wonderful…

Bókin fjallar um Sögu Hugadóttur barnabókarithöfund sem leitar að meintum kraftarverkamanni sem enginn kannast við. Nostalgía og notalegheit ásamt uppgjöri við dauðann og gamla drauga varða leið hennar að uppgötvun sem hana óraði ekki fyrir.

Fleiri myndbönd