2.3 C
Selfoss

Elínborg Katla framlengir við Selfoss

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við handknattleiksdeild Selfoss.

Þrátt fyrir ungan aldur er Elínborg Katla að hefja sinn fjórða vetur í meistaraflokki.  Á þeim tíma hefur hún unnið sig upp úr því að vera efnileg upp í að vera ein af markahæstu leikmönnum Selfoss þegar liðið sigraði Grill 66 deildina og tryggði sig í Olísdeildina síðasta vetur.

Fleiri myndbönd