Inga Rún Björnsdóttir er Sunnlenski matgæðingurinn að þessu sinni.
Takk elsku tengdamamma fyrir að skora á mig í þessum skemmtilega lið í Dagskránni. Ég ætla að byrja á alveg frábærri súpu sem er ekta haust/vetrar súpa, sterk og ákvalega ljúffeng, virðist kannski vera erfið með fullt af hráefnum en er eiginlega mjög einföld og kom reglulega á óvart þegar hún var prófuð fyrst. Þetta lasagne er eitt það besta sem ég og fjölskyldan höfum smakkað, eins er það einfalt og auðvelt að henda í á góðum degi og jafnvel hinum líka.
Þessi dásamlega súpa er í senn afskaplega bragðgóð og holl. Svo er svo frábært með þessa súpu að hún verður bara betri daginn eftir… og jafnvel enn þá betri tveimur dögum síðar. Uppskriftina má hœglega helminga en þá er hún passleg fyrir fjóra. Mér finnst gaman að bjóða upp á súpuna í litlum skálum sem forrétt og hef þá hrökkbrauð með,heimagert eða bara úr Bónus og með döðlupesto (uppskrift hér að neðan)
Brokkolísúpa
2 laukar – saxaðir
4 hvítlauksrif – söxuð
1 grænn eða rauður chillipipar – saxaður (smekksatriði hversu sterk súpan á
að vera – því fleiri fræ þeim mun sterkari súpa)
Olía til steikingar – örlítið af smjöri gefur einnig gott bragð
2 msk. fersk engiferrót – rifin
1 tsk. kóríander
½ tsk. karry
½ tsk. túrmerik
¼ tsk. cumin
12 dl grænmetiskraftur (12 dl vatn og 3 til 5 stk. grænmetiskraftur magn aðeins mismunandi eftir teg.
2 brokkolihöfuð (u.p.b. 600 – 700 g) – tekin í sundur og stilkur skorinn i litla bita
400 g kókosmjólk (ein dós,ekki light)
2½ dl matreiðslurjómi
Nokkrir dropar af sítrónusafa Salt og pipar
Skraut
Laukur látinn krauma á lágum hita þar til hann verður glær
Kókosflögum blandað saman við og hitinn aðeins hækkaður.
Tekið af þegar kókosflögurnar hafa tekið smá lit en mega alls ekki brenna, sett i skál.
Ferskt kóríander eða steinselja saxað.
Skrauti dreift yfir súpuna
Döðlupestó
1 krukka rautt pestó
1 krukka fetaostur og olía 1½ dl. saxaðar döðlur
1½ dl. kasjúhnetubrot
1½ dl. svartar ólífur, saxaðar 2-3 hvítlauksrif, pressuð
1½ dl. steinselja, söxuð Blandið öllu saman 1 skál.
Mexíkó kjúklingalasagne, uppáhald krakkanna
Uppskrift:
Ca 900g kjúklingabringur, skornar í bita 1 stór rauðlaukur, saxaður smátt
olía til steikingar
1 bréf burritokrydd salt & pipar hvítlaukskrydd
1stk kjúklingakraftur
1 dós niðursoðnir tómatar (gott að hafa þá bragðbætta með t.d. chilli)
200g rjómaostur 1 dós sýrður rjómi
stór krukka salsasósa medium 6 stórar tortillur
2 pokar rifinn ostur
Aðferð:
Ofn hitaður i 200 gráður. Kjúklingur og laukur er steiktur á pönnu þar til kjúklingurinn hefur tekið lit, þá er kryddað með hvítlaukskryddi, burritokryddi og salti og pipar ásamt kjúklingakrafti. Því nœst er tómötum í dós og ½ salsa bætt út á pönnuna og leyft að malla í nokkrar mínútur.
Nú er kjúklingurinn veiddur af pönnunni og skipt á milli tortillanna (gott að nota grilltöng og skilja eftir mesta vökvan á pönnunni). Rifna ostinum úr öðrum pokanum dreift yfir kjúklinginn í hverja tortillapönnuköku. Pönnukökunum er svo rúllað upp og þeim raðað i eldfast mót. Restinni af salsasósunni er nú bætt út á pönnuna ásamt sýrða rjómanum og rjómaostinum og leyft að malla í stutta stund. Kryddað eftir smekk ef með þarf. Að lokum er rjómaostasalsasósunni helt yfir tortillapönnukökurnar, passa að setja vel á milli laga. Að síðustu er rifna ostinum úr seinni pokanum drift yfir. Ekki spara ostinn það er hann sem gefur gæfumuninn.
Baka í ofni við 200gráður í 15-20 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit. Borið fram með fersku salati löðrandi í fetaosti, guacamole og doritos flögum.
Fyrir bóndanum er hinn fullkomni eftirréttur, heitur, sætur, feitur og örlítið áfengur.
1tsk púðursykur
3cl Tullamore whiskey Hræra vel
Heitt pressukönnukaffi næstum upp að brún
Þeyttur íslenskur rjómi en ekki of þeyttur.
Punkturinn yfir iið er að raspa Nóa Síríus piparkökusúkkulaði yfir herlegheitin, bara getur ekki klikkað. Og af því að það er stutt í jólin má taka forskot á sæluna og hafa eina hjartalaga piparköku klára á kanntinum.
Mig langar að skora á vin minn Lárus Helga Helgason til að koma með uppskrift af einhverri snilldinni sem hann töfrar fram, aldrei farið svöng frá honum, ja eða þeim hjónum.