Ásdís Þóra Ágústsdóttir hefur skrifað undir árs samning við handknattleiksdeild Selfoss.
Ásdís Þóra kemur á Selfoss frá uppeldisfélaginu sínu Val, en síðasta vetur var hún á mála hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Lugi í Lundi. Þessi ungi en öflugi leikstjórnandi kemur með reynslu úr Olísdeildinni, en Ásdís var komin með töluvert hlutverk í sterku liði Vals áður en hún hélt til Svíþjóðar. Þá hefur Ásdís leikið stórt hlutverk með yngri landsliðum Íslands.