Selfyssingurinn Alexander Adam Kuc hefur verið valinn í unglingalandslið Íslands (U21) í motocrossi og mun hann leggja land undir fót í lok september. Annarsvegar er förinni heitið til Belgíu þar sem hann mun keppa á stórmótinu Coupe de l’Avenir sem haldið verður í 50. skiptið í ár og hinsvegar kemur Alexander til með að taka þátt í Danish championship í Danmörku.