3.4 C
Selfoss

Fjölskylduskátar Fossbúa

Fjölskylduskátar eru nýjung í skátastarfi Fossbúa, ætluð fjölskyldum barna undir 10 ára. Yfirskrift fjölskylduskáta er ævintýri, náttúra og samvera. Fullorðnir og börn eiga samverustundir í náttúrunni með það markmið að styrkja fjölskyldutengsl og efla sjálfstæði barnanna. Foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir taka virkan þátt í dagskrá hvers fundar og leysa fjölbreytt verkefni af hendi sem fjölskylda. Dagskráin er miðuð út frá getu barna á aldrinum 3-9 ára en eldri og yngri systkini eru velkomin með.

Fundir eru annan hvern laugardag klukkan 10:00-12:00 og fara nánast alltaf fram utandyra. Því er mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir klæðist eftir veðri. Flestir fundir fara fram á Selfossi en nákvæm staðsetning er mismunandi eftir dagskrá hvers fundar. Upplýsingar um hvern fund koma með góðum fyrirvara í Sportabler appið. Þetta er kjörið tækifæri fyrir foreldra að kynnast skátastarfi enda er aldrei of seint að byrja í skátunum.

Fyrsti fundur Fjölskylduskátanna verður laugardaginn 24.september klukkan 10:00 við skátaheimili Fossbúa, Tryggvagötu 36, Selfossi. Eitt gjald er fyrir hverja fjölskyldu óháð fjölda fjölskyldumeðlima, kr.10.000 fyrir veturinn 2022-2023. Skráning fer fram á staðnum. Skátaforingi er Vala Hauksdóttir.

Fleiri myndbönd