Tvær ungar stúlkur í Hveragerði, þær Minerva Marteinsdóttir og Röskva María Daníelsdóttir opnuðu kaffihús í heimahúsi og buðu upp á kaffi, eggjabrauð og fleira til þess að safna fé fyrir Rauða krossinn. Tókst þeim stöllum að afla 10.000 króna sem þær afhentu Rauða krossinum í Hveragerði og hyggja stelpurnar á að gera kaffihúsið að mánaðarlegum viðburði þar sem ágóðinn kemur til með að renna til Rauða krossins.