-3.2 C
Selfoss

Rotaryklúbbur Selfoss til liðs við garðyrkjudeild Árborgar

Vinsælast

Eflaust hafa margir Selfyssingar tekið eftir því að nýlega voru allmörg tré fjarlægð við Eikatún, sparkvöllinn við Vallaskóla. Að sögn Guðlaugar Friðrikku Þorsteinsdóttur, garðyrkjustjóra Árborgar, voru trén komin að lokum lífdaga og voru ekki til neinnar prýði lengur. „Þegar hafði verið ákveðið að setja niður 50 ný tré og runna og við í Rotaryklúbbi Selfoss buðum fram aðstoð við að koma þeim niður í mold.

Margar hendur unnu létt verk undir dyggri verkstjórn Gulllu og Hlífar, starfsmanna Árborgar og tók verkið ekki nema klukkustund. Við í Rotaryklúbbnum vonum að þessar plöntur eigi eftir að vaxa og dafna á þessum stað, íbúum, skólabörnum og öllum til ánægju og yndisauka,“ segir Ragnar Viðarsson, meðlimur í Rotaryklúbbi Selfoss.

Nýjar fréttir