-0.5 C
Selfoss

Ungt fólk og lýðræði á Laugarvatni   

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fer fram dagana 9. – 11. september. Yfirskrift hennar er: Láttu drauminn rætast!

Á ráðstefnunni er lögð áhersla á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi, allt gert til að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar eru Erasmus+

Dagskráin er sérlega hressandi. Hún byrjar strax á föstudeginum með hópefli, erindi Önnu Steinsen frá Kvan um einkenni jákvæðra leiðtoga og mörgu fleiru. Á laugardeginum verður pepparinn Bjartur Guðmundsson frá Optimized Performance með erindi um tilfinningarnar og áhrif þeirra á daglegar athafnir. Hann mun líka kenna aðferðir sem hægt er að nota til að bæta daglega líðan.

Síðan um daginn verða málsstofur með Bjarti, þingmönnum, sveitarstjórnarfólki, fólki sem hefur náð langt á framabrautinni og mörgum fleirum. Sema Erla Serdar, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræðum við Háskóla Íslands, heldur líka málstofu um það hvað hægt sé að gera til að auka þátttöku ungmenna af erlendum uppruna í íþróttastarfi. Hún mun líka fjalla um fordóma og margt fleira.

Fleiri myndbönd