3.4 C
Selfoss

Tafir vegna fjárrekstra í Hrunamannahreppi

Vegfarendur sem leið eiga um Hrunamannahrepp í lok vikunnar mega eiga von á umferðartöfum vegna fjárrekstra. Í dag, fimmtudaginn 8.september mun fjallfólk koma til byggða og því má búast við að þann dag verði tafir vegna fjárrekstra á Skeiða- og Hrunamannavegi, frá Tungufelli að Hrunaréttum frá kl 10:00 og fram eftir degi.

Einn aðalhátíðisdagur sveitarfélagsins er síðan föstudaginn 9. september en þá verður réttað í Hrunaréttum og hefjast réttir klukkan 10.00.

Að réttum loknum er fé rekið heim á bæi og þá geta vegfarendur átt von á töfum víða í sveitarfélaginu frá kl. 13:00 og fram eftir degi.

Fleiri myndbönd