Auður Harpa kennir dansleikfimi hjá félagi eldri borgara í Hveragerði í vetur
Félag eldri borgara í Hveragerði hefur fengið hina vinsælu Auði Hörpu Andrésdóttur til að kenna dansleikfimi í vetur. Dansleikfimin hjá henni hefur verið gríðarlega vinsæl hjá íbúum höfuðborarsvæðisins en hún kennir í Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Þess má geta að tæplega 2000 manns sóttu tímana hjá henni í Reykjavík á síðasta ári.
Svo vitnað sé í Auði Hörpu þá eru þetta ekki gömu dansarnir. Tónlistin er sú sem eldri borgarar frá 60 ára dansaði við á böllum í gamla daga en líka það nýjasta, hip hop, rapp og rokk og ról.
Auður Harpa mætir með kynningu í Þorlákssetri sunnudaginn 4. september kl 13:00 og eftir kynninguna er dansað í hálftíma og þar fer skráningin fram. Fólk er hvatt til að mæta og skrá sig því dansinn styrkir líkamann og eykur lífsgleðina.