-10.4 C
Selfoss

Fyrsti fundur með nýjum sveitastjóra

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fundaði í fyrsta skipti í síðustu viku með nýjum sveitarstjóra, Iðu Marsibil Jónsdóttur.

Iða hefur nýtt tímann vel frá því hún hóf störf í lok júlí við að setja sig inn í starfið en það leggst vel í hana, enda mikið af spennandi verkefnum framundan.

Ýmis mál voru til afgreiðslu á fundinum, meðal annars var samþykkt að skipa í starfshóp um innleiðingu hringrásarhagkerfisins í sveitarfélaginu. Mun sá hópur hittast reglulega og skoða lausnir og móta stefnu varðandi losun úrgangs í samhengi við lagabreytingu í málaflokknum sem samþykkt var á Alþingi um mitt síðasta ár. Starfshópurinn er skipaður til eins árs. Grímsnes- og Grafningshreppur hefur verið framarlega hvað varðar flokkun úrgangs og ætlunin er að halda áfram að vera til fyrirmyndar á þeirri braut.

Fleiri myndbönd