-11.1 C
Selfoss

Fjölmennasti nýnemahópur F.Su frá upphafi

Þessi vika markar upphaf nýs skólaárs hjá starfsfólki og nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands en kennsla hófst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:15 í morgun.

Nemendur í dagskóla á þessari haustönn er 941 þar af eru nýnemar 269 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Nemndur á Reykjum í Ölfusi eru 148 og í kvöldskóla FSu stunda 24 nemendur nám að þessu sinni. Það ríkir alltaf spenna og eftirvænting í upphafi hvers skólaárs og að sögn Sigursveins Sigurðssonar aðstoðarskólameistara er allt að smella saman í undirbúningi skólastarfsins.

Fleiri myndbönd