-5.5 C
Selfoss

Gul viðvörun fyrir Suðurland á morgun

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni er búist við suðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s og talsverðri rigningu frá 6:30 til hádegis á morgun, miðvikudag. Reiknað er með mjög snörpum vindkviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s. Þá vilja þau hjá Veðurstofunni koma því á framfæri að veðrið komi til með að verða varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og fullyrða að ekkert útivistarveður verði á meðan veðrið gengur yfir.

Fleiri myndbönd