7.8 C
Selfoss

Töðugjöld á Hellu fara vel af stað

Vinsælast

Töðugjöld á Hellu hafa farið gríðarlega vel af stað en nú þegar eru búnir tveir viðburðir sem hafa verið undanfari Töðugjalda. Á miðvikudaginn var opnaður Skate Park á Hellu og voru BMX Brós með sýningu og kennslu af því tilefni og var það gríðarlega vel sótt. Í gærkvöldi fóru svo fram tónleikarnir Raddir úr Rangárþingi þar sem listamenn úr Rangárþingi komu fram og er óhætt að segja að þetta hafi verið þeir flottustu tónleikar sem fram hafa farið á svæðinu undanfarin ár.

Íbúar eru farin að skreyta hús og hverfin að taka á sig lit sem virkilega er gaman að sjá.

Framundan um helgina er svo þétt dagskrá, í dag fer fram frisbígolfmót í Nesi á Hellu, áður en mótið hefst mun Erlingur Snær Loftsson vera með frisbígolfkennslu. Í kvöld er svo þorpararölt þar sem græn/appelsínugulahverfið býður heim og verður kærkomið að hitta vini og kunningja eftir langa bið.

Á laugardaginn er svo gríðarlega metnaðarfull dagskrá allan daginn sem hefst á hressandi morgungöngu, morgunmat, bílasýningu, kassaklifri, hestvagnaferðum, fegurðar- og hæfileikakeppni dýranna leikhópnum Lottu, markaðstjaldi, matarvögnum og mörgu fleiru. Um kvöldið er svo glæsileg dagskrá þar sem m.a. koma fram Jakob Birgis, Fríða Hansen, Friðrik Dór, Raddir úr Rangárþingi og Kristinn Ingi með brekkusöng. Formlegri dagskrá Töðugjalda lýkur svo með flugeldasýningu í boði Þjótanda! Eftir það tekur við glæsilegt ball í Íþróttahúsinu á Hellu með Sunnan 6

Það er gríðarleg tilhlökkun fyrir komandi helgi, hægt er að kynna sér dagskrá Töðugjalda á www.ry.is og www.facebook.com/todugjöld

Glódís Margrét Guðmundsdóttir stóð fyrir og undirbjó tónleikana. Mynd: Rangárþing ytra.
Glódís Margrét Guðmundsdóttir stóð fyrir og undirbjó tónleikana. Mynd: Rangárþing ytra.
Skate Park Hella prófað af BMX brós sem gáfu því topp einkunn. Mynd: Rangárþing ytra.
Skate Park Hella prófað af BMX brós sem gáfu því topp einkunn. Mynd: Rangárþing ytra.
BMX Brós að hita upp. Mynd: Rangárþing ytra.
BMX Brós að hita upp. Mynd: Rangárþing ytra.
BMX Brós með kennslu við opnun brettagarðs á Hellu. Mynd: Rangárþing ytra.
BMX Brós með kennslu við opnun brettagarðs á Hellu. Mynd: Rangárþing ytra.

Nýjar fréttir