Eins og glöggir vegfarendur hafa eflaust tekið eftir er verið að setja upp hjólabrettasvæði á afmörkuðu svæði á bílastæði við sparkvöllinn sunnan við íþróttahúsið á Hellu. Áður hafði verið stefnt að því að hjólabrettagarðurinn skildi settur upp á leiksvæði við Sandöldu en fallið var frá þeim hugmyndum og ákveðið að staðsetja brettagarðinn til bráðabirgða á bílastæðið við sparkvöllinn á Hellu. Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra mun koma með tillögu að framtíðarstaðsetningu hjólabrettagarðsins. Markmiðið er að hafa brettagarðinn tilbúinn fyrir Töðugjöld sem eru framundan.