Töðugjöld verða haldin í 27. skipti dagana 12. til 14. ágúst á Hellu, en þau hafa verið haldin frá árinu 1994 að undanskildum Covid-árunum og eru því með elstu bæjarhátíðum landsins. Töðugjöld er hátíð þar sem allir eru boðnir velkomnir og mikið er lagt uppúr því að fjölskyldan geti skemmt sér saman og dagskráin því miðuð að því. Töðugjöld eru undirbúin og haldin í samvinnu markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins og íbúa.
Fjölbreytta og skemmtilega dagskrá Töðugjaldanna má finna á heimasíðu Rangárþings ytra og á Facebook-síðu Töðugjaldanna.