1.7 C
Selfoss

Fjórða umferð Íslandsmeistaramótsins á Selfossi

Vinsælast

Fjórða umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocross fór fram um síðustu helgi á Selfossi á vegum motocrossdeildar UMFS. 75 keppendur voru skráðir til leiks og tókst dagur vel. Á tveimur köflum í brautinni var mjög blautt og brautin krefjandi sem reyndi vel á keppendur. Iðkenndur UMFS lentu í verðlaunasætum í nokkrum flokkum, í unglingaflokk sigraði Eric Máni Guðmundssson, í kvennaflokk varð Ásta Petrea Hannesdóttir í þriðja sæti, í kvenna 30+ varð Ragnheiður Brynjólfsdóttir í þriðja sæti og í MX2 hobbý varð Sindri Steinn Axelsson í öðru sæti. Alexander Adam kuc lenti í fjórða sæti í MX2. Síðasta keppni sumarsins fer svo fram í bolaöldu þann 27. ágúst næstkomandi.

Nýjar fréttir