5.6 C
Selfoss

Stutt í framkvæmdir við hreinsistöð á Selfossi

Vinsælast

Á fundi eigna- og veitunefndar Sveitarfélagsins Árborgar 6. júlí sl. var samþykkt að fara í útboð á jarðvinnu vegna nýrrar hreinsistöðvar við Geitanes. Útboðinu er lokið og buðu fjögur fyrirtæki í verkefnið.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið „Útrás og jarðvinna hreinsistöðvar“:

  • Þjótandi ehf 145.575.800 kr. – 62,8% af kostnaðaráætlun.
  • Stórverk ehf 152.528.500 kr. – 65,8% af kostnaðaráætlun.
  • Borgarverk ehf 167.234.000 kr. – 72,1% af kostnaðaráætlun.
  • Gröfutækni ehf 179.892.500 kr. – 77,5% af kostnaðaráætlun.

Kostnaðaráætlun var 231.980.000 kr. og eru öll verð með vsk.

Á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 28. júlí var staðfest niðurstaða eigna- og veitunefndar og samþykkt samhljóða að fela sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli kröfur útboðsgagna.

Það er ánægjulegt að loksins sé hægt að hefja framkvæmdir við nýja hreinsistöð á Selfossi en þetta verkefni hefur verið í vinnslu frá árinu 2013. Þessum verkhluta hreinsistöðvarinnar á að vera lokið í apríl 2023.

Nýjar fréttir