3.9 C
Selfoss

Ók á 161 km hraða með tvo beltislausa farþega

Vinsælast

Fjöldi fólks var saman komið í embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi yfir verslunarmannahelgina. Á Flúðum fór fram fjölskylduhátíðin Flúðir um versló. Þá var Ungmennalandsmóti UMFÍ haldið á Selfossi. Fjölmenni fór í gegnum embættið á ferðalögum ásamt því að lang stærstur hluti þjóðhátíðargesta fór í gegnum embættið á leið sinni í Landeyjahöfn. Fjölmenni var á flestum tjaldsvæðum bæði í vestur- og austurhluta embættisins.

Helgin fór að stærstum hluta stóráfallalaust fram innan embættisins. Lögreglumenn voru með virkt eftirlit bæði með umferð og skemmtanahaldi í tengslum við þau mannamót sem voru haldin innan embættisins. Ásamt því var eftirlit í samstarfi við þyrluáhöfn Landhelgisgæsluna þar sem flogið var með hringveginum og um hálendið.

Það eru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir verslunarmannahelgina.

Tilkynnt var um kynferðisbrot, einnig barst tilkynning um mögulega byrlun ólyfjan. Þrjár tilkynningar bárust um eignarspjöll. Þessi mál eru til rannsóknar hjá embættinu.

Átta ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum ávana- fíkniefna og eða lyfja. Sextán ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis auk þess var akstur um þrjátíu ökumanna stöðvaður þar sem áfengi mældist í við prófun en var þó undir refsimörkum skv. Umferðarlögum. Þá voru tólf ökumenn kærðir fyrir að aka án gildra ökuréttinda. Þá voru 25 ökumenn stöðvaðir vegna þess að þeir óku of hratt. Sá sem hraðast ók var á 161 km/klst hraða og voru tveir farþegar í aftusæti bifreiðarinnar án öryggisbelta.

Lögregla aðstoðaði auk þess fjölda einstaklinga sem voru ýmist öðrum til ama eða ósjálfbjarga vegna neyslu áfengis eða annara vímugjafa.

Starfsmenn Lögreglustjórans á Suðurlandi vilja þakka öllum þeim sem þeir áttu í samstarfi og/eða samskiptum við um helgina fyrir gott samstarf, hvort sem það voru aðrar stofnanir, mótshaldarar hátíða, íbúar eða gestir svæðisins. Lang flest samskipti voru jákvæð og telur lögreglan að það virka eftirlit sem haft var um helgina, hafi átt þátt í því að einungis var tilkynnt um sex minniháttar umferðarslys hjá embættinu um verslunarmannahelgina.

Lögreglan á Suðurlandi

Nýjar fréttir