-4.5 C
Selfoss

Flúðir um versló í blíðskaparveðri

Vinsælast

Eftir tveggja ára Covid-hlé var fjölskyldu- og bæjarhátíðin Flúðir um versló haldin um verslunarmannahelgina. Þetta var í 5. skipti sem hátíðin er haldin.

Fjölmennt var á hátíðinni í ár enda var mikið um að vera. Fastir liðir eins og fjölskylduskemmtun við félagsheimilið, traktoratorfæran, slátturtraktoratryllingur, furðubátakeppnin og brennan- og brekkusöngurinn voru allir á sínum stað en einnig voru dansleikir haldnir á kvöldin.

Bessi Theodórsson hefur séð um skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi. „Hátíðin gekk vonum framar, fjöldi fallegra gesta heiðraði okkur með nærveru sinni, veðrið var æðislegt og ég vona að allir hafi skemmt sér hið besta. Eftir svona helgi eflist maður í að gera meira og betur. Ég lofa því að Flúðir um Versló 2023 verður frábær og eru allir hjartanlega velkominir,“ sagði Bessi kátur eftir vel heppnaða hátíð.

Nokkrar myndir frá traktoratorfærunni

Nýjar fréttir