-1.4 C
Selfoss

Unglingalandsmót

Vinsælast

Nú styttist mjög í að blásið verði til leiks á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi. Móttaka mótsins opnar í Fjölbrautaskóla Suðurlands klukkan 15 í dag og verður hún opin fram til klukkan 23 í kvöld. Fólk er þegar farið að koma til Selfoss til að vera klárt á mótið. Í kvöld verða fyrstu tónleikarnir í risastóru samkomutjaldi á tjaldsvæði mótsgesta. Næstu kvöld koma fram Bríet, Birnir, Stuðlabandið, Jón Jónsson og Friðrik Dór og Herra Hnetusmjör ásamt mörgum fleirum. Keppni hefst svo í fyrramálið klukkan 10 með golfi, knattstpyrnu, körfubolta og strandblaki.

Yfir 20 greinar eru í boði á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi.

Nýjar fréttir