5 C
Selfoss

Laugarvegshlaupið fór fram við góðar aðstæður

Vinsælast

Laugavegshlaupið fór fram við góðar aðstæður laugardaginn 16. Júlí sl. Rúmlega 40 starfsmenn frá Frískum Flóamönnum á Selfossi unnu við hlaupið og sáu um drykkjarstöðvarnar í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Söndum, Emstrum, Ljósá og Þröngá. Auk þess fóru eftirfarar á eftir hlaupurum frá Landmannalaugum. Sjö hlauparar frá Frískum Flóamönnum tóku þátt að þessu sinni og skiluðu sér allir heilir í mark í Húsadal. Þau sem hlupu voru; Steingerður Hreinsdóttir á tímanum 7:12:14, Þórfríður Soffía Haraldsdóttir á tímanum 7:40:01, Lingþór Jósepsson á 7:15:17, Bárður Árnason á 7:40:32, Þorsteinn Tryggvi Másson á 7:46:33, Vigfús Eyjólfsson á 8:49:15 og Almar Þór Þorgeirsson á 8:58:53. Steingerður og Þorsteinn voru að hlaupa sitt 10. Laugavegshlaup og fengu viðurkenningar fyrir það.

Björgunarfélag Árborgar sá um að flytja fólk og búnað á allar stöðvar og sáu um öryggisgæslu og þjónustu við Bláfjallakvísl. Nánari upplýsingar um hlaupið og myndir má finna á www.hlaup.is

Vinna við Laugavegshlaupið er skv. samstarfssamningi ÍBR við Fríska Flóamenn og Björgunarfélag Árborgar. Það gerir hlaupahópnum kleift að æfa án æfingagjalda og eru allir áhugasamir hlauparar hvattir til að mæta á æfingar sem eru alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:15 og kl. 9 á laugardögum. Meðfylgjandi eru myndir af Steingerði, Þorsteini og Bárði og starfsmönnum í Laugavegshlaupinu 2022.

Stjórn Frískra Flóamanna

Steingerður Hreinsdóttir með viðurkenninguna sína.
Eftirfarar úr Landmannalaugum.
Bárður og Steini búnir.

Nýjar fréttir