-1.1 C
Selfoss

Lokatónleikar Engla og manna á sunnudaginn

Vinsælast

Tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju lýkur á sunnudag 24. júlí með tónleikum kl. 14. Þar koma fram tónlistarhjónin Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Svanur Vilbergsson gítarleikari. Yfirskrift tónleikanna er ,,Djúpsins ró“ en á efnisskránni eru íslensk þjóðlög og sönglög m.a. eftir Tryggva M. Baldvinsson. Einnig verður flutt verkið Hvíld eftir Huga Guðmundsson.

Berta Dröfn og Svanur hafa m.a. komið fram saman á Óperudögum í Reykjavík, Listahátíð Samúels Jónssonar, á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og á Skriðuklaustri, þar sem þau fluttu nýlega ljóðaflokkinn The Divan of Moses Ibn Esra eftir Mario Castelnuovo Tedesco í heild sinni. Berta og Svanur eru forsvarsmenn listahópsins Mela sem staðið hefur að fjölmörgum frumflutningum á nýrri tónlist og ber þar helst að nefna óperuna Ravens Kiss eftir tónskáldið Evan Fein sem sett var upp á Seyðisfirði 2019 og frumflutning á verkinu Nóttin, komin til að vera eftir Friðrik Margrétar – Guðmundsson við ljóð Ingunnar Snædal.

Aðgangseyrir er kr. 3.500. Tónlistarhátíðin er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Tónlistarsjóði.

Nýjar fréttir