5 C
Selfoss

Geir mun ekki njóta sömu fríðinda og Aldís

Vinsælast

Aldís Hafsteinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og núverandi sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fékk greidda sex mánuði í biðlaun ásamt aksturstyrk og launatengdum gjöldum frá Hveragerðisbæ þegar hún lét af störfum.

Samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins eru útborguð biðlaun Aldísar frá Hveragerðisbæ tæpar níu miljónir króna, en ráðningasamningur Geirs Sveinssonar, nýs bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, mun ekki innihalda nákvæmlega sömu fríðindi hvar varðar biðlaun.

„Í ráðningarsamningi við fyrrum bæjarstjóra voru akstursgreiðslur hluti af biðlaunum. Ekki var í ráðningarsamningi ákvæði um að biðlaun myndu falla niður ef viðkomandi fengi annað starf og var því fyrrum bæjarstjóra greidd sex mánaða biðlaun með launatengdum gjöldum að upphæð 20.058.749 sem við teljum óeðlilegt og er því þessu ákvæði breytt við gerð þessara samnings,“ kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar.

Í ráðningasamningi Geirs er gert ráð fyrir að biðlaun falli niður hljóti fráfarandi bæjarstjóri ráðningu annars staðar, nema laun í nýju starfi eru lægri heldur en biðlaunin. Í því tilfelli skerðast biðlaunin sem nemur launagreiðslum í nýju starfi.

Nýjar fréttir