3.9 C
Selfoss

Emilía Hugrún heldur sína fyrstu tónleika

Vinsælast

Emilía Hugrún heldur sína fyrstu tónleika í Þorlákskirkju þriðjudagskvöldið 26. júlí. Eins og mörgum er kunnugt sigraði Emilía Hugrún fyrir hönd FSu söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í vor og eflaust margir sem bíða spenntir eftir því að heyra meira frá henni. Með Emilíu Hugrúnu leikur Tómas Jónsson á hljómborð, þau ætla að flytja fyrir ykkur uppáhalds lög Emilíu Hugrúnar. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er miðaverð 3000 kr. Miðasala er á Tix.is og við inngang á meðan húsrúm leyfir.

Nýjar fréttir