-6.9 C
Selfoss

Fjölskylduhátíðin Kotmót haldin hátíðlega um Verslunarmannahelgina

Vinsælast

Um Verslunarmannahelgina fer fram fjölskylduhátíðin Kotmót en hún hefur verið haldin árlega í yfir 70 ár. Að venju er glæsileg dagskrá og fjöldi viðburða fyrir alla aldurshópa, s.s. tónleikar, samkomur, karnival og sérstaklega vönduð dagskrá fyrir börn og unglinga.

Eins og áður er hátíðin haldin í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð þar sem Hvítasunnukirkirkjan á Íslandi á og rekur einstakalega góða aðstöðu til hátíðahalda. Þar eru m.a. tveir samkomusalir sem taka 800 og 400 manns auk veitingaaðstöðu innandyra sem tekur hundruð manna í sæti. Svæðið er skógi vaxið og tjaldstæði góð.

Allir eru velkomnir á mótið hvort sem er að hluta eða heild. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði en greitt er fyrir gistingu. Nánari upplýsingar má finna á www.kotmot.is.

Nýjar fréttir