Ratbingó Rangárþings eystra er skemmtilegt sumarverkefni fyrir alla fjölskylduna þar sem markmiðið er að vera saman og stunda útivist í sveitarfélaginu. Ratbingóið stendur frá 15. júní til 31. ágúst.
Ratbingóið fer þannig fram að þátttakendur nálgast bingóspjald hér á síðunni og halda síðan af stað til að finna staðina sem mynd er af á spjaldinu. Á hverjum stað er tekin mynd og svo er þátttökueyðublaðið fyllt út þegar búið er að ná að heimsækja eins marga staði og fjölskyldan getur. Fjölskyldan má senda saman inn eyðublaðið eða hver einstaklingur fyrir sig.
Á bingóspjaldinu eru tólf skemmtilegir staði í Rangárþingi eystra, bæði í dreif- og þéttbýlinu, sem ættu að höfða til flestra. Við hvern stað eru góð bílastæði og því tilvalið að leggja bílnum og leika sér aðeins nú eða fara í fjallgöngu, eftir því sem við á. Staðirnir eiga það sameiginlegt að þar er hægt að njóta samveru saman.
Dregið verður úr innsendum þátttökueyðublöðum en til að eiga möguleika á útdráttarverðlaunum þarf að heimsækja að minnsta kosti 6 staði á bingóspjaldinu.
Þáttökueyðublaðið má nálgast hér.