Um tíuleytið á laugardagskvöld voru tveir bjögunarsveitarhópar kallaðir út til að koma hópi ferðamanna til bjargar sem fest höfðu bíl sinn í Markarfljóti við Laufafell.
Samkvæmt Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar sem RÚV, sem upphaflega greindi frá atvikinu ræddi við, var útkallið talið alvarlegt í fyrstu þar sem fólkið sat fast í bílnum og komst ekki í land.
Að endingu hafi þó hópurinn allur komist á land áður en björgunarsveitir komu á staðinn, engin þörf var á sjúkraaðstoð og vissi Davíð ekki betur en að líðan fólksins væri hin ágætasta. Bíllinn var dreginn upp úr ánni og fólkinu komið til byggða um miðnætti.