-3.1 C
Selfoss

Gjöf frá Foreldrafélagi Flóaskóla 

Miðvikudaginn 25. maí 2022 afhenti foreldrafélag Flóaskóla nýjar útieldunarvörur til skólans sem nýtast munu við útikennslu. Vörurnar voru stór Lodge pottur, loklyfta, lokstandur og poki til að geyma pottinn í. Standinn til að hengja pottinn á setti Rúnar Már Geirsson í Ástúni saman og gaf hann vinnu sína og efni. Færum við honum bestu þakkir fyrir.

Síðasta haust varð Flóaskóli Grænfánaskóli og því þótti foreldrum/forráðamönnum á aðalfundi félagsins (haldinn í september) tilvalið að færa skólanum þessar vörur að gjöf til að styrkja og efla útikennslu. Búið er að útbúa skemmtilegt útisvæði rétt við Þjórsárver þar sem hægt er að kveikja opinn eld og sitja á trébekkjum þar í kring. Þar munu þessar nýju útieldunarvörur nýtast vel.

Með kveðju frá stjórn, Ósk, Inga Dröfn og Anný

Á mynd í viðhengi má sjá Gunnlaugu Hartmannsdóttur skólastjóra til vinstri, hluta af nemendum úr 2., 4. og 6.bekk Flóaskóla og Anný og Ósk frá foreldrafélaginu til hægri.

Fleiri myndbönd