1.7 C
Selfoss

Önnur umferðin í Íslandsmeistaramótinu í motocross

Önnur umferðin í Íslandsmeistaramótinu motocrossi fór fram um helgina. Mótið var haldið á vegum VÍFA upp á Akranesi laugardaginn 25. júní.  Rúmlega 80 keppendur voru skráðir til leiks. Fèlagsmenn og iðkenndur UMFS á Selfossi enduðu á palli í nokkrum flokkum. Eric Máni Guðmundsson sigraði unglingaflokkinn, Alexander Adam Kuc endaði í þriðja sæti í flokknum MX2, Ragnheiður Brynjólfsdóttir endaði í öðru sæti í kvenna 30+, Ásta Petrea Hannesdóttir endaði í fjórða sæti í kvenna flokk og Ólafur Magni Jónsson endaði í öðru sæti í MX2 hobbý. Þriðja umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi fer svo fram á svæði KKA á Akureyri laugardaginn 9 júlí næstkomandi.

Myndirnar tók Sverrir Jónsson

Fréttatilkynning frá UMFS

Fleiri myndbönd