Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 17. júní, fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Tveir Rangæingar hlutu riddarakross, þau Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum á Rangárvöllum og fyrrverandi alþingismaður, fyrir sveitarstjórnarstörf og framlag til menningarmála í heimabyggð og Guðni Guðmundsson bóndi á Þverlæk fyrir framlag til umhverfisverndar og samfélagsþjónustu.
Við óskum Drífu og Guðna innilega til hamingju.