1.7 C
Selfoss

50 ára afmælishlaup Bláskógaskokks tókst vel

Vinsælast

43 keppendur tóku þátt í 50 ára afmælishlaupi Bláskógaskokks HSK sem haldið var sl. sunnudag í blíðskaparveðri. Tímamótanna var minnst sérstaklega í hlaupinu, en fram kom við setningu hlaupsins að það hafi verið þeir Brynleifur Steingrímsson læknir og Leif Österby hárskeri sem hafi verið aðalhvatamennirnir að halda fyrsta hlaupið árið 1972.

Börkur Þórðarson kom fyrstur í mark í 10 mílna hlaupi karla á tímanum 61;56 mín. og Andrea Kolbeinsdóttir vann kvennaflokkinn á tímanum 66,11 mín. Þau fengu í sérverðlaun gjafabréf frá fyrirtækjunum Fætur toga og Hótel Örk. Þess má geta að brautarmetin í hlaupinu eiga þau Kári Steinn Karlsson og Marta Ernstsdóttir. Kári hljóp árið 2010 á 53,51 mín og Marta hljóp vegalengdina á 60,35 mín árið 2006.

Eyþór Birnir Stefánsson kom fyrstur í mark í 5 mílna hlaupinu á 36,49 mín., sem er HSK met í fjórum aldursflokkum frá 15-22 ára. Áslaug Karlsdóttir vann í kvennaflokki á 44;30 mín. Þau fengu gjafabréf frá Hótel Örk í sérverðlaun. 

Það var Snæbjörn Sigurðsson í Efstadal sem afhenti verðlaun, en hann vann drengjaflokkinn í fyrsta Bláskógaskokkinu árið 1972.

Fleiri HSK met voru sett í hlaupinu, en Jórunn Viðar Valgarðsdóttir og Ingileif Auðunsdóttir settu báðar HSK met í sínum aldursflokkum í 5 mílna hlaupinu.

Auk sérverðlauna voru veitt svokölluð úrdráttarverðlaun sem voru í boði Run2. Þessum fyrirtækjum, auk Fontana á Laugarvatni er þakkaður stuðningurinn við hlaupið. 

Heildarúrslit hlaupsins eru á www.timataka.net. HSK

Sigurvegarar karla og kvenna í báðum vegalengdum, ásamt Snæbirni Sigurðsyni einn af sigurvegurunum úr fyrsta hlaupinu 1972. Mynd: HSK/Engilbert
Boðið var upp á afmælisköku. Mynd: HSK/Engilbert

Nýjar fréttir