-0.5 C
Selfoss

Mexíkósk veisla frá Kaupmannahöfn

Óli Rúnar Eyjólfsson er sunnlenski matgæðingur vikunnar.

Takk Ástmar… Takk Ástmar…

Mágur minn er frábær, hendir þessu fram hér á þessum miðli til að fá gæsauppskriftina. Konan mín fær hana ekki einu sinni, en ég elska að elda mat þannig að þetta er nú ekki stærsta ákvörðun sem ég hef staðið frammi fyrir.

Við eldum oft mexíkanskan mat við mikla ánægju allra á heimilinu, annað hvort Burrito, Tacos eða Enchiladas, það eru mikil forréttindi að búa hérna í Kaupmannahöfn þar sem erlendir grænmetissalar eru víðsvegar og manni finnst að maður sé að fá beint frá bónda, ferskleikinn er þannig. Þegar ég geri Mexikanskan mat og hef nægan tíma geri ég bæði salsa sósuna o-g Gucamole frá grunni, ég hef verið að stelast í stafablandarann en ef þetta er gert eins og í Mexico er þetta allt skorið fínt með hníf, og ég mæli með að gera tvöfalda uppskrift af salsa sósunni, því að ef opnaður er nachos snakk poki fyrir mat er sósan fljót að hverfa. Salsa sósan er vel blaut því er gott að láta hana standa vel á eftir í sigti, og því þroskaðari sem tómatarnir eru því betra.

Salsa:

6  vel þroskaðir tómatar
1 rauðlaukur skorinn smátt
2 hvítlauksrif, rifið eða saxað smátt
1 chilli ( grænn)
1 góð handfylli af ferskum kóríander
safi úr 1 lime
hálf tsk, kummin (krydd)
1 tsk sjávarsalt

Aðferð:

Allt sett í matvinnsluvél eða blandara og blandað þannig að útkoman verði frekar gróf.  Ekki mauka of lengi, smakkið til með salti og sigtið síðan aðeins af vökvanum frá áður en sósan er borin fram. Geymist í kæli í 2-3 daga.

Guacamole:

2 vel þroskuð avókadó, skorin í bita
2 stórir tómatar, vel þroskaðir, skornir smátt
1-2 hvítlauksrif söxuð smátt
½ rauðlaukur saxaður smátt
1-2 ferskur rauður chilli (eftir smekk)
Safi úr lime
1-2 búnt ferskt kóríander smátt saxað
½ tsk salt

Aðferð:

Allt sett í matvinnsluvél og blandað saman, en ekki of lengi og smakkað til með salti, lime og koriender. Geymst einnig í kæli í 2-3 daga.

Þegar  er ég er að gera klassiska Burrito steiki ég papriku og lauk saman í oliu , þá steiki ég annaðhvort kjúkling eða nautakjöt med dass af bæði lime og kóríander og kryddi eftir smekk.

Þegar ég hita kökurnar geri ég það á sömu pönnu og ég steikti kjötið í olíunni af kjötinu og bara að hita aðra hliðina, ég er ekki kominn þangað að ég sé farinn að baka kökurnar sjálfur.

Ég smyr svo kökuna med Salsa, dreifi kjötinu,  laukur og paprika, koriender, skvísa lime yfir, Guacamole, Jalapenio og Chillie eftir smekk, því næst sýrður rjómi sem má blanda með smá lime og síðast ostur áður en ég rúlla kökunni upp. Mikilvægt er að loka botninum áður en maður rúllar svo allt detti ekki niður. Þetta klikkar aldrei. Velbekomme !!

Þvi næst þarf ég víst að tilnefna næsta matgæðing og ég ætlaði að tilnefna Bent Larsen minn fremsta mann, en hann gæfi okkur nú sennilega bara adressuna á KFC þannig að ég ætla að tilnefna konuna hans hana Líney Kristinsdóttur, hún kann eitt og annað í eldhúsinu og passar vel uppá minn besta vin, Líney, sviðið er þitt.

Fleiri myndbönd