-1.1 C
Selfoss

Ásta áfram sveitarstjóri Bláskógabyggðar

Nýkjörin sveitarstjórn Bláskógabyggðar kom saman til fyrsta fundar hinn 1. júní. Á fundinum var skipað í embætti innan sveitarstjórnar og verður Helgi Kjartansson oddviti sveitarstjórnar og Stefanía Hákonardóttir varaoddviti. Samþykkt var að ráða Ástu Stefánsdóttur til áframhaldandi starfa sem sveitarstjóri. Sveitarstjórn skipa fimm fulltrúar T-lista og tveir fulltrúar Þ-lista.

Fleiri myndbönd