3.9 C
Selfoss

Nýr meirihluti bæjarstjórnar Árborgar 2022-2026

Vinsælast

Nýr meirihluti D-listans tekur formlega til starfa miðvikudaginn 8. júní nk. þegar fyrsti bæjarstjórnarfundur fer fram. Leiðarljós nýs meirihluta er að auka hagsæld sveitarfélagsins og tryggja velferð íbúa í Árborg. 

,,Saman ætlum við að gera kröftugt samfélag enn betra. Við ætlum að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og hlusta á sjónarmið íbúa.”

Vinna saman sem teymi og skipta með sér embættum

Embættisskipan nýs meirihluta verður á þann veg að Bragi Bjarnason og Fjóla St. Kristinsdóttir skipta með sér embætti bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á kjörtímabilinu. Bragi Bjarnason, oddviti listans byrjar sem formaður bæjarráðs fyrstu tvö árin og tekur svo við sem bæjarstjóri. Fjóla St. Kristinsdóttir byrjar sem bæjarstjóri fyrstu tvö árin og tekur svo við hlutverki formanns bæjarráðs. Kjartan Björnsson skipar embætti forseta bæjarstjórnar.

Hlutverk formanns bæjarráðs verður gert veigameira í þeim tilgangi að vinna enn betur að heildarsýn sveitarfélagsins og auka skilvirkni í þeim umfangsmiklu verkefnum sem framundan eru hjá Sveitarfélaginu Árborg.  

Mikil tækifæri í Árborg til framtíðar

Sveitarfélagið Árborg er í mikilli sókn og er skýr framtíðarsýnforsenda þess að sveitarfélagið megi vaxa og dafna. D – listinn í Árborg mun hefja vinnu við gerð heildarstefnumótunar sem markar leið sveitarfélagsins til framtíðar. Tækifærin eru mikil fyrir Sveitarfélagið Árborg þótt verkefni næstu ára séuumfangsmikil í rekstri sveitarfélagsins, orkuöflun, uppbyggingugrunninnviða, skipulags– og atvinnumála, mennta-, frístunda og velferðarmála allra íbúa ásamt fleiri þáttum sem ný bæjarstjórn hefur að leiðarljósi á næsta kjörtímabili.

Bæjarfulltrúar D-listans munu vinna þétt saman þeimkrefjandi verkefnum og tækifærum sem framundan eru. Þá erþað stefna Dlistans ávallt leitast við eiga gott samstarf viðalla flokka í bæjarstjórn enda er samstarf og samvinna allrabæjarfulltrúa forsenda framfara og árangurs.

Bragi Bjarnason

Fjóla St. Kristinsdóttir

Kjartan Björnsson

Sveinn Ægir Birgisson

Brynhildur Jónsdóttir

Helga Lind Pálsdóttir

Nýjar fréttir