3.9 C
Selfoss

Úr loganum opnuð á laugardaginn

Vinsælast

Keramiksýningin „Úr loganum“ er leirlistasýning sem Brennuvargar halda í Gallerý Listaseli á Selfossi núna í júnímánuði nánar tiltekið 4. til 30. júní. Listaverkin á sýningunni eru brennd með lifandi eldi. Brennuvargar eru félagasamtök sem notast við aldagamlar aðferðir við að brenna leir og vilja endurvekja aðferðirnar, kynna fyrir almenningi og þróa áfram. Opnunarhátíð verður kl 15 á laugardaginn 4. júní og allir eru velkomnir.

Að sýningunni koma félagar úr Brennivörgum: Arnbjörg Drífa Káradóttir, Hafdís Brands, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Hrönn Walters, Ingibjörg Klemenz, Katrín V. Karlsdóttir, Ólöf Sæmundsdóttir, Steinunn Aldís Helgadóttir og Þórdís Sigfúsdóttir.

Nýjar fréttir