Jakob Árnason er um þessar mundir að sýna 19 olíuverk í bókasafni Hveragerðis. Myndefnið er eins ogí fyrri sýningum Jakobs sótt í náttúru landsins, Jakob er að mestu sjálfmenntaður í málaralistinni, sem hann hefur stundað í 15 ár en síðustu árin hefur hann sótt námskeið hjá Myndlistaskóla Kópavogs ,auk annara styttri námskeiða.
Jakob er búsettur í Hveragerði og er félagi í Myndlistarfélagi Árnesinga og myndlistarfélaginu Litka. Hann hefur tekið þátt í 5 samsýningum en þetta er hans 3 einkasýning. Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins og stendur allavega út mai mánuð.