-1.1 C
Selfoss

Í ljósi sögunnar

Vinsælast

Um leið og við viljum hvetja íbúa til að kjósa og velja sér fólk til til að stýra sveitarfélagi þá langar okkur að rifja uppnokkur verkefni sem við Framfarasinnar erum afar stolt af að hafa komið til leiðar á þeim kjörtímabilum sem við vorum í forystu fyrir Sveitarfélagið Ölfus.

Framfarasinnar 2010-2018 – skýr framtíðarsýn og umbreytingarnar á höfninni stóra skrefið

Margt sem gert hefur verið á núlíðandi kjörtímabili er byggt á því sem gert var og undirbúið á kjörtímabilunumtveimur á undan undir styrkri forystu Framfarasinna í góðu samstarfi kjörinna fulltrúa af öllum listum.

Það er ekki annað hægt að segja en þær breytingar og endurbætur sem ráðist var í á höfninni í Þorlákshöfn og hófust 2015 hafi heldur betur snúið við stöðu hafnarinnar eftir áralanga kyrrstöðu, í höfn sem er og mun verða ílykilstöðu varðandi inn- og útflutning um alla framtíð. Það er líka ljóst að höfnin mun verða burðarás í uppbyggingu atvinnulífs og tækifæra ekki bara í Þorlákshöfn heldur á Suðurlandi öllu og má segja að það hafið komið í ljós um leið og reglubundanar siglingar milli Þorlákshafnar og meginlandsins hófust. Það þurfti áræðni og framtíðarsýn til að hefja endurbætur á höfninni og sjá hana fyrir sér sem höfn í lykilstöðu en góð samstaða Framfarasinna, hafnarstjóra og þáverandi bæjarstjóra leiddi það af sér að í framhaldi af ákvörðun um endurbætur á höfninni að gerður var samningur við Smyril Line um að hefja reglubundnar ferjusiglingar til Þorlákshafnar.

Starfsemi Smyril Line hefur vaxið frá ári til árs og er ljóst að fyrirtækið mun verða ein af lykilstoðum í uppbyggingu atvinnulífs í bæjarfélaginu og víðar. Framfarasinnum er mjög umhugað um framtíð hafnarinnar, tækifærin eru mörg ogmikil og því er mikilvægt að skipuleggja og skilgreina vel starf og umhverfi hafnarinnar með tilliti til umhverfis og áhrifa.

„Hamingjan er hér“ og flutningurinn á Lýsi

Sveitarfélagið undir forystu Framfarasinna ýtti árið 2016 úr vör mjög vel heppnaðri kynningarherferð á sveitarfélaginu með slagorðinu „Hamingjan er hér“, eftir að hafa fengið góðfúslegt leyfi Jónasar Sig til að nota lagið hans og texta. Þessi herferð var vandlega undirbúin í langan tíma en forsenda fyrir því að hægt var að fara með hana í loftið var sú að tryggt væri að fiskþurrkunarverksmiðju Lýsis við Unubakka í Þorlákshöfn yrði lokað enda lyktaráhrif mikil frá verksmiðjunni. Með útsjónarsemi og lausnamiðuðum samtölum og samningum var ákveðið að Lýsi myndi byggja upp nýja verksmiðju við Víkursand á nýju iðnaðarsvæði vestan við bæinn. Þetta var mikiðframfaraskref og lykilforsenda fyrir allri þeirri uppbyggingu sem orðið hefur síðan í Þorlákshöfn en sú uppbygging eralgjörlega í takti við væntingar. „Hamingjan er hér“ kom Sveitarfélaginu Ölfusi sannarlega á kortið eftir áralangastöðnun.

Stóreflt fiskeldi

Uppbygging í fiskeldi í sveitarfélaginu hófst má segja á ný á síðasta kjörtímabili undir forystu Framfarasinna þegarákveðið var að skipuleggja stórt svæði með bjarginu vestur af Þorlákshöfn fyrir slíkan iðnað. Í kjölfarið fjárfesti FISK í bleikjueldisstöð Náttúru, Laxar fiskeldi byggðu upp stóra seiðaeldisstöð o.fl., Ísþór fór í stækkun seiðaeldisstöðvar og Landeldi kom í samstarf við sveitarfélagið um viðamikla uppbyggingu fulleldisstöðvar í Þorlákshöfn og seiðaeldis í Ölfusi. Það er alveg ljóst að fiskeldi mun verða ein af megin atvinnustoðunum í sveitarfélaginu í framtíðinni sem er alveg í takti við það sem við Framfarasinnar höfum lagt áherslu á sem er matvælaframleiðsla fremur en mengandi stóriðja.

Þorláksskógar fyrir bætta framtíð

Framfarasinnar komu á verkefninu Þorláksskógum, risaverkefni sem komið var á í samvinnu Ölfuss, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Verkefnið miðar að því að rækta útivistarskóg í Ölfusi í nágrenni Þorlákshafnar sem stórbæta mun umhverfi og ásýnd Ölfuss á næstu áratugum.

Þorláksskógar eru dæmi um verkefni sem Framfarasinnar lögðu mikla áherslu á að yrði að veruleika og munu sannarlega vinna ötullega að á næstu árum.

Framfarir og umbætur undir forystu B lista

Þegar Framfarasinnar voru í eða með meirihluta í sveitarfélaginu var ítarlegri greinargerð skilað með fjárhagsáætlun til þess að allir, bæði starfsfólk sveitarfélagsins og íbúar, væru upplýstir um það hverju væri verið að vinna eftir og framtíðarsýnin var skýr. Mikil uppbygging og fjölgun íbúa hefur orðið í sveitarfélaginu eins og í nágrannasveitarfélögunum sem kallar á aukna grunnþjónustu sem vissulega þarf að byggjast upp í takt við þörfinaog í samvinnu við íbúa. Framfarasinnar munu takast á við það af festu næstu árin, enda er grunnþjónustan forsenda þess að fólki líði vel í sínu sveitarfélagi.

Vonandi heldur vöxtur sveitarfélagsins áfram með jákvæðum og uppbyggilegum hætti á komandi tímum og vonandiverður þjónustan við íbúa og fyrirtæki góð og aðstæður starfsfólks sveitarfélagsins til fyrirmyndar. Til þess að vel til takist þarf öll umræða að vera sanngjörn og heiðarleg. Okkur er það ljóst, í ljósi sögunnar, hver eru best til þess fallin að stýra skútunni farsællega í höfn.

Framtíð Ölfuss er í öruggum höndum eftir komandi kosningar ef við merkjum X við B. Áfram Ölfus, mætum á kjörstað og látum okkur málefnin varða.

Sveinn Steinarsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar og
Anna Björg Níelsdóttir 14. sæti á lista Framfarasinna og fyrrverandi bæjarfulltrúi.

Nýjar fréttir