Á undanförnum vikum hafa frambjóðendur Framsóknar í Árborg heimsótt fjölmörg fyrirtæki og stofnanir. Þar sem við komum hefur fólk bent okkur á hvernig samfélagið okkar geti orðið betra, hvað sé vel gert og þess til viðbótar borið upp spurningar um hver séu okkar stefnumál í hinum og þessum málaflokkum. Þessum ábendingum og gagnrýni er hér með þakkað.
Ein af þeim spurningum sem hefur ítrekað komið upp er hvort við ætlum að auglýsa og ráða bæjarstjóra eða skipa hann úr eigin röðum. Frambjóðendur Framsóknar í Árborg hafa verið skýrir með þá stefnu frá upphafi, komumst við í meirihluta. Við munum gera kröfu um að bæjarstjórastaðan verði auglýst og að hæfasti bæjarstjórinn verði ráðinn.
Við hvetjum alla til þess að nýta kosningarétt sinn þann 14. maí. – XB.
Arnar Freyr Ólafsson oddviti Framsóknar í Árborg.