-7 C
Selfoss

Selfoss Classic – 75 ára afmælismót FRÍ

Þann 28. maí fer fram boðsmótið Selfoss Classic – 75 ára afmælismót FRÍ á Selfossvelli. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki mun keppa ásamt sterkum erlendum keppendum. Vésteinn Hafsteinsson, fyrrum Íslandsmethafi í kringlukasti, mætir með strákana sína, Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári.

Það verður skemmtileg dagskrá í boði fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast því hvernig líf og þjálfun afreksíþróttamanns er háttað. Vésteinn mun halda fyrirlestur um afreksþjálfun, það verður opin æfing með Ståhl og Pettersson þar sem fólk getur séð hvernig þeir æfa og spurt spurninga.

Fleiri myndbönd