-6 C
Selfoss

Torfærusumarið fer vel af stað

Sindra torfæran á Hellu var haldin um helgina um var að ræða fyrstu og aðra umferð Íslandsmótsins í torfæru. Aðeins var ekin sérútbúni flokkurinn í þessari keppni þar sem náðist ekki skráning í götubílaflokkinn. 16 keppendur voru skráðir til leiks og mikill spenna var hjá keppendum og keppnishöldurum. Keppnin var hörð á milli manna og má segja að þeir lögðu allt í að ná að landa sigri á Hellu.

Í fyrstu umferð var Haukur Viðar Einarsson  á Heklu í fyrsta sæti, Þórður Atli Guðnýjarson á Spaðanum í öðru og Ingi Már Björnsson á Smiðju bombunni í því þriðja. Tilþrifa verðlaunin fékk Svanur Örn Tómasson á Insane

Í annarri umferð varð Haukur Viðar Einarsson á Heklu aftur í fyrsta sæti, Geir Evert Grímsson á Sleggjunni í öðru og Jón Reynir Andrésson á Thunderbolt í þriðja. Tilþrifa verðlaunin fékk Þór Þormar Pálsson á Raptor.

Mynd: Einar Valur Einarsson
Mynd: Einar Valur Einarsson
Mynd: Einar Valur Einarsson
Mynd: Einar Valur Einarsson
Mynd: Einar Valur Einarsson
Mynd: Einar Valur Einarsson

Fleiri myndbönd