3.9 C
Selfoss

Fagleg ráðning bæjarstjóra

Undanfarið höfum við átt frábært samtal við íbúa í Hveragerði um málefnin sem við í Framsókn höfum lagt fram og finnum við mikinn meðbyr með þeim málum sem við setjum í forgang. Við heyrum einnig að það skiptir íbúa í Hveragerði miklu máli hver það er sem gegnir stöðu bæjarstjóra enda eitt æðsta embætti sveitarfélagsins. Það er kallað eftir því að staðan sé auglýst og þar með staðið faglega að ráðningu þessa embættis. Við í Framsókn viljum vera alveg skýr hvað þetta varðar og munum standa faglega að ráðningu bæjarstjóra.

Það er bæjarstjórn sem fær það umboð að forgangsraða þeim verkefnum sem innt eru af hendi. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að vinna verkefnunum brautargengi. Það er mikilvægt að þessi aðili starfi bæði með minni- og meirihluta og sé framkvæmdastjóri allra bæjarbúa.

Það eru fjölmörg verkefni fram undan. Við viljum faglegan, kraftmikinn og lausnamiðaðan einstakling í verkið með okkur og því munum við auglýsa stöðu bæjarstjóra.

Við hvetjum Hveragerðinga til að nýta kosningaréttinn sinn og mæta á kjörstað þann 14. maí næstkomandi.

Það er tækifæri  – XB

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
bæjarfulltrúi Framsóknar í Hveragerði og skipar 1. sæti lista Framsóknar

 

Nýjar fréttir