-7.3 C
Selfoss

Af hverju bæjarmálafélag?

Vissir þú að Áfram Árborg er eina framboðið í Árborg með málefni hinsegins samfélagsins í stefnuskrá sinni?

Vissir þú að Áfram Árborg er eina framboðið þar sem nærri 60% frambjóðenda eru konur?

Vissir þú að stór hluti frambjóðenda Áfram Árborgar er aðfluttur? – í samfélagi þar sem 30% íbúa eru nýbúar er Áfram Árborg sterkur málsvari

Vissir þú að Áfram Árborg er búið að tilkynna hverjir eiga að fara í nefndir frá þeim út frá reynslu og þekkingu til að tryggja faglega nefndarvinnu?

Vissir þú að Áfram Árborg er með skýra sýn á nýsköpun og því sem frumkvöðlar þarfnast?

Vissir þú að Áfram Árborg er með metnaðarfyllstu umhverfisstefnu framboða í Árborg?

Af hverju ákveður maður að bjóða sig fram undir merkjum bæjarmálafélags fyrir Árborg?

Það gefur fólki sem er óháð og ekki bundið neinum stjórnmálaflokk raunverulega rödd í stjórnmálum sveitafélagsins og er ekki litað af landspólitíkinni.

Það gefur fólki sem er óháð raunverulega rödd inn í stjórnmál sveitarfélagsins og tækifæri á að komast í nefndir, og þannig fáum við sem samfélag þverfaglegri og hlutlausari nefndarvinnu sem er ekki lituð af flokkspólitík

Sameiginlegt framboð líkt og hér, þar sem við komum okkur saman um stefnumál fyrir bæjarfélagið okkar, erum laus við miðstýringu frá höfuðstöðvum flokka sem tryggir okkur frelsi til að vinna að aukinni farsæld samfélagsins í heild er eitt það mikilvægasta sem framboð geta komið með að borðinu

Fyrir alla sem vilja fagleg vinnubrögð, framsýni fyrir samfélagið og lausnamiðaða hugsun því “glöggt er gests augað” hinna aðfluttu.

Þá er Áfram Árborg fyrir þig, því framtíðin er núna til að eignast betra samfélag

Axel Sigurðsson skipar 2. sæti Áfram Árborgar í komandi sveitastjórnarkosningum í Árborg og er fulltrúi Á listans í Skipulags- og byggingarnefnd

 

Nýjar fréttir