Laugardaginn síðastliðinn hélt fimleikadeild Selfoss Íslandsmeistaramót í hópfimleikum í íþróttahúsi Iðu. Keppt var í 1 flokki og meistaraflokki. Lið allstaðar af landinu mættu til keppni í blíðskapar veðri og voru meistaraflokkarnir í beinni útsendingu á Rúv. Selfoss átti eitt lið í meistaraflokki mix og urðu þau Íslandsmeistarar með glæsibrag. Kvennalið meistaraflokks Selfoss þurfti því miður að skrá sig úr keppni sökum meiðsla sem hrjáð hefur liðið undanfarið. Deildin vill koma á framfæri þökkum til þjálfara, iðkenda, foreldra og sjálfboðaliða sem komu að uppsetningu mótsins.